FÍFLIN KVEÐJA (Icelandic)


av Christer Brosjö

Översättare

Holmsteinn Brekkan

Originaltitel

Gycklarnas uttåg

Antal skådespelare

Kvinnliga: 2    Manliga: 2

Genre

Barn/Ungdom
Familj
Talpjäs

Längd

<60 min

Originalspråk

Svenska

Översatt till

Isländska

Synopsis


Sagan / um verkið:
Fíflin kveðja er saga um fjóra fyrrum sirkúslistamenn sem snúið hafa baki, hvert á sínum stað, við þeim hlutverkum sem þau mestan hluta æfinnar höfðu leikið. Þessi fjögur bera greinileg merki eftir sína löngu göngu en eftir þeirra fyrra líf sem listamenn sjást engin greinileg merki.

Ráðvillt og þreklaus í uppgjöf sinni, eins og fyrir tilviljun, hittast þau; trúðurinn Piotr, loftfimleikakonan Ísidóra, feitasta kona heims Pálína og sterkasti maður heims Kremlin, við uppsett sirkústjald. Feimin og tvístígandi í uppgjöf sinni finna þau, það sem búist er við af þeim, áhorfendur sína.

---
 PIOTR
Einu sinni unnum við fyrir okkur sem sirkúslistamenn, við hittumst fyrir hreina  tilviljun
hérna í nágrenninu...

ÍSIDÓRA
Þvert á móti! Það var engin tilviljun. Jafn óumflýjanlega og áttirnar fjórar
að endingu verða að mætast, jafn óumflýjanlega
hittumst við einhvern tíma.  Við unnum út um allan heim, hvert og eitt
á sínum stað,  og öll náðum við langt með þau atriði og
kúnstir við höfðum vanið okkur á að gera – og vanið áhorfendur á að sjá – þar
til sá dagur kom, hvert og eitt á sínum stað, snerum baki við okkar
gamla lífi. Við höfðum komist að raun um, hvert og eitt á sínum stað, að
allt það sem færði okkur lófatak og peninga, status og vald, einmitt
það: vald – yfir áhorfendum okkar – það gerðum við allt á okkar eigin kostnað,
þvert gegn okkar innstu þrá, andstætt okkar eiginlegu þörfum, móti...okkar
leyndustu draumum...
---

Leikritið er skrifað fyrir Lénsleikhúsið í Jönköping um vorið 1980 og sett upp af höfundinum
sjálfum í samkomutjaldi fyrir sumarleikferð um Smálönd. Upprunalegur titill verksins var ”Messa fyrir fjórar grímur” sem var tilvísun í það trúarlega belti í Svíþjóð þar sem kveikjan er að leikverkinu og hvar það var leikið, en síðar breytt við uppsetningu Ikaros leikhússins í Norrköping seinna á áttunda áratugnum.
Gegnum árin hefur verkið verið leikið á um 40 stöðum í Svíþjóð, af leikhópum og áhugaleikhúsum, á alla mögulega og ómögulega vegu (einnig sem brúðuleikhús).